Aðalfundur Fallís 2024 var haldinn 22.janúar og sóttu 7 félagsmenn fundinn. Eftirfarandi voru endurkjörnir í stjórn:
Skúli Þórarinsson, forseti
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Ingólfur Kristinsson, ritari
Hlöðver Þór Árnason, varamaður
Snorri Hrankelsson var skipaður öryggisfulltrúi. Félagsgjöld voru ákveðin 10.000 kr. fyrir fulla aðild og stjórn ákvað í framhaldi að nýta heimild sem aðalfundur veitti til þess að bjóða upp á tímabundið leyfi fyrir 7.000 kr.
Alls greiddu 37 fullt árgjald á árinu og 30 greiddu fyrir tímabundna aðild. Tekjur af félagsgjöldum og tímabundnum leyfum voru því samtals 580.000. Fallís greiddi síðan niður stökk fyrir félagsmenn á Iceland Boogie fyrir alls 266.000 kr.
Rekstrartekjur voru samtals 580.000 og heildarrekstrarkostnaður 562.106. Fjármagnstekjur voru 106.725 og fjármagnsgjöld 23.480. Heildarafkoma var því alls jákvæð um 101.139 kr.
Stökkhátíðin Iceland Boogie var haldin í þriðja sinn dagana 12-20. júlí. Sjá nánar hér.
Meðfylgjandi er ársreikningur Fallís fyrir 2024.
Comments