top of page
Search
oryggifallis

Frá aðalfundi Fallís 2022

Aðalfundur Fallís 2022 fór fram mánudaginn 2.maí í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar og mættu 10 manns til fundar.

Skúli Þórarinsson var endurkjörinn forseti Fallís og Jón Ingi Þorvaldsson endurkjörinn gjaldkeri. Ingólfur Kristinsson kemur nýr inn í stjórn í stað Rafns Gíslasonar og Hlöðver Þór Árnason var kjörinn varamaður.

Ákveðið var að halda aðildargjöldum óbreyttum, þ.e. 10.000 kr. á ári fyrir fulla aðild og 7.000 kr. fyrir 2ja vikna tímabunda aðild.

Hagnaður á rekstri sambandsins á árinu 2021 var 575.689 kr. og í lok ársins var eigið fé 1.133.712 kr.

Ákveðið var að styrkja meðlimi í Fallís til þátttöku í stökkhátðinni Iceland Boogie sem fram fer í júní 2022. (sjá nánar í fundargerð hér fyrir neðan)





67 views0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


Post: Blog2_Post
bottom of page