top of page
Search
oryggifallis

Frá aðalfundi Fallís 2023

Aðalfundur Fallís 2023 fór fram mánudaginn 24.apríl í húsnæði bifhjólaklúbbsins Víkingar að Funahöfða 3 og mættu 8 manns til fundar.

Skúli Þórarinsson var endurkjörinn forseti Fallís, Jón Ingi Þorvaldsson endurkjörinn gjaldkeri, Ingólfur Kristinsson endurkjörinn ritari og Hlöðver Þór Árnason heldur áfram sem varamaður.

Ákveðið var að halda aðildargjöldum óbreyttum, þ.e. 10.000 kr. á ári fyrir fulla aðild og 7.000 kr. fyrir 2ja vikna tímabunda aðild.

Hagnaður á rekstri sambandsins á árinu 2022 var 171.387 kr. og í lok ársins var eigið fé 1.305.099 kr. Stökk félagsmanna voru niðurgreidd um kr. 138.300 á árinu.

Ákveðið var að styrkja meðlimi í Fallís til þátttöku í stökkhátðinni Iceland Boogie sem fram fer í júlí 2023 þannig að allt að 15 stökk á mann verði niðurgreidd um kr. 3.500.


Við hvetjum félagsmenn til að skella inn árgjaldi fyrir 2023 og fá nýja fína stafræna skírteinið okkar í hendur. Smellið hér til að fylla út skráningu og ganga frá greiðslu.




28 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page