top of page
Search
oryggifallis

Tveir stórir fallhlífarstökksviðburðir sumarið 2022

Updated: Apr 21, 2022

Eftir nokkur mögur ár verður óvenju mikið um að vera í fallhlífarstökki á Íslandi í sumar. Tveir stórir viðburðir verða haldnir á Íslandi þar sem stokkið verður inn á ýmsa staði víðsvegar um landið auk þess sem hluti þeirra fer fram á Hellu þar sem íslenskum fallhlífarstökkvurum sem ekki taka þátt í viðburðunum í heild gefst færi á að komast í loftið.


Iceland Boogie fer fram dagana 19. - 26. júní og er skipulagt af Leslie O'Regan og Matt Yount í samstarfi við FALLÍS. Þau voru gestir á Icehopp 2021 og enduðu á að gegna lykilhlutverkum í framkvæmd þeirrar vegferðar. Gert verður út frá Hellu og gefst íslenskum fallhlífarstökkvurum tækifæri til að stökkva þar á hverjum degi út úr Super Caravan vél sem leigð verður til landsins. Um er að ræða sérútbúna fallhlífarstökksvél sem er einkar hraðfleyg og fer í fulla stökkhæð á aðeins 10-12 mínútum.

Slot fyrir sportstökkvara verða í boði á $60 og munu félagar í Fallís njóta sérstakra kjara sem verða kynnt nánar þegar nær dregur. Einnig verður boðið upp á farþegastökk alla dagana og hægt er að bóka þau hér.


Icehopp 2022 fer fram dagana 2.-9. júlí og er haldið af sömu aðilum og skipulögðu samnefnda hátíð sumarið 2021. Í lokin á þeirri hátið verður uppákoma á Hellu í tengslum við árlega flughátíð þar og gefst íslenskum stökkvurum einnig færi á að komast í loftið þar.








28 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


Post: Blog2_Post
bottom of page