top of page
Search

Upprifjunarkvöld mið. 15.júní

oryggifallis

Það má gera ráð fyrir að flestir séu vel ryðgaðir eftir veturinn og því bjóðum við upp á upprifjunarkvöld fyrir öryggisatriði í fallhlífarstökki fyrir alla sem eitthvað ætla að stökkva þetta sumarið. Þeir sem ætla að taka einhvern þátt í Iceland Boogie 19.-26.júní þurfa absolútt að mæta!

Það verða þau Shauna Finley og Snorri Hrafnkelsson sem munu sjá um að dusta af ykkur ryðið. Shauna er m.a. stjórnarmaður í USPA og verður yfir öryggismálum á Iceland Boogie viðburðinum og Snorri er að sjálfsögðu öllum að góðu kunnur en hann er öryggisfulltrúi Fallís.

Þetta verður haldið í sal Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg og hefst kl. 20:00 miðvikudaginn 15.júní.




9 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page