top of page

UM FALLÍS

Fallhlífasamband Íslands (FALLÍS) var stofnað árið 1986. Markmið sambandsins var og hefur verið allar götur síðan að samræma reglur fyrir Íslenska fallhlífastökkvara en það voru Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur og Fallhlífaklúbbur Akureyrar sem stofnuðu sambandið. FALLÍS hefur staðið fyrir keppnum og líka alþjóðlegum stökk samkomum á Íslandi. 1989 var haldið alþjóðlegt mót á Flúðum en þangað komu um 50 stökkvarar frá 8 löndum og svo 1998 var annað mót á Hellu en þangað komu 85 stökkvarar svo eitthvað sé nefnt.

FALLÍS er aðili að Flugmálafélagi Íslands og er þar með aðili að FAI og hefur séð um málefni Íslenskra stökk klúbba þar. 

IMG_2667.JPG
Um Fallís: About

STJÓRN FALLÍS 2021-2022

skuli2.jpg

SKÚLI ÞÓRARINSSON

Forseti Fallís

Skúli byrjaði að stökkva árið 2004 og er með um 1700 stökk. Hann tók AFF kennsluréttindi árið 2008, einnig farþegastökks og rigger réttindi árið 2011.
Skúli hefur keppt fyrir Íslands hönd í 4-way og var lengi partur af 4-way liðinu Bangsímon! Í uppáhaldi er að stökkva 4-way og læra nýja hluti í wind tunnel.
Skúli starfar sem atvinnuflugmaður.

JónIngi.jpg

JÓN INGI THORVALDSSON

Gjaldkeri

Jón Ingi hefur stundað fallhlífarstökk síðan 2013 og er með 1100 stökk í loggbókinni.  Hann hefur að mestu stundað sportið vestanhafs og tekið meira en helming stökka sinna í Kalíforníu.  Tók AFF kennararéttindi árið 2017 og kenndi á vegum FFF árið 2018.  Hefur í seinni tíð aðallega lagt stund á stór mynsturstökk (big-way) og átti m.a. þátt í 130 manna Ástralíumeti sem sett var í Perris í Kalíforníu árið 2019.  Þegar hann finnur engan til að stökkva með á maganum þá tekur hann fram vængjagallann en lætur aðrar sérgreinar fallhlífarstökks eiga sig.  
Jón Ingi nam tölvunarfræði við Háskóla Íslands og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

rafn.jpg

RAFN HALLDÓR GÍSLASON

Ritari

Rafn fór í sitt fyrsta AFF stökk árið 1998 og tók svo AFF námskeið tveimur árum síðar. Hann er með rúmlega 500 hopp á ferilskránni, er með coach réttindi og er pakkari af guðs náð. Hann hefur mestmegnis stundað sportið í Florida þar sem hann var búsettur um árabil. Og eftir stutta dvöl á Íslandi er hann nú fluttur aftur vestur um haf þar sem hann flakkar á milli Californiu og Florida.

snorri_edited.jpg

SNORRI HRAFNKELSSON

Öryggisfulltrúi

Snorri byrjaði að stökkva með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík árið 1983 og hefur tekið u.þ.b. 1400 stökk síðan.  Hann leiðir fallhlífarstökkshóp Flugbjörgunar-sveitarinnar og starfar hjá Landhelgisgæslunni. Hann hefur m.a. í gegnum tíðina náð sér í Static línu stökkstjóra réttindi, AFF og rigger réttindi og er búinn að kenna fjölda fyrstastökks nemenda. Hann var í stjórn Fallhlífaklúbbs Reykjavíkur á tímabili og veit fátt skemmtilegra en vel heppnað stökk í góðra vina hópi.

Um Fallís: Team Members

FALLHLÍFASAMBAND ÍSLANDS ER AÐILI AÐ

Samgongustofa.jpg
flugmalafelagid.PNG
Um Fallís: Products
bottom of page