top of page
Search
oryggifallis

Frá aðalfundi Fallís 2024

Aðalfundur Fallís var haldinn mánudaginn 22.janúar 2024 að Funahöfða 3 og mættu 7 til fundarins.

Skúli Þórarinsson var endurkjörinn forseti Fallís, Jón Ingi Þorvaldsson endurkjörinn gjaldkeri, Ingólfur Kristinsson endurkjörinn ritari og Hlöðver Þór Árnason heldur áfram sem varamaður.

Ákveðið var að halda aðildargjöldum óbreyttum, þ.e. 10.000 kr. á ári fyrir fulla aðild og 7.000 kr. fyrir 2ja vikna tímabunda aðild.


Rekstrarafkoma sambandsins var jákvæð á árinu 2023 um 111.390.kr. og í lok ársins var eigið fé 1.416.489 kr. Stökk félagsmanna voru niðurgreidd um kr. 182.300 á árinu.


Ákveðið var að styrkja meðlimi í Fallís til þátttöku í stökkhátíðinni Iceland Boogie sem fram fer í júlí 2024 þannig að allt að 15 stökk á mann verði niðurgreidd um kr. 4.000.


Undir liðnum önnur mál var m.a. ákveðið að halda tiltektar- og viðhaldsdag á Hellu 2 vikum fyrir Iceland Boogie þar sem Fallís mun bjóða félagsmönnum í grill og bjór og setja fjármuni í viðhald á skúrnum ofl.


Fundarmenn skeggræddu einnig um það hvort hægt væri að finna einhver flygildi til að stökkva úr í sumar og eru félagsmenn hvattir til að láta stjórnina vita ef þið vitið um einhver tækifæri til slíkra afnota af flugvélum.


Hópur á vegum flugbjörgunarsveitarinnar er að fara til Deland í Flórída 7.-17. mars nk. og eru allir velkomnir að slást með í för. Ekki er um skipulagða hópferð að ræða heldur sér bara hver um sín ferðaplön. Boðið verður upp á 5 daga canopy course dagana 9.-13.mars og strandstökk 16.mars meðal annars.


Einnig veltu menn vöngum yfir því hvaða rigg væru tiltæk til leigu eða láns í sumar og biðjum við félagsmenn um að hafa samband við stjórn Fallís ef þið eruð með rigg sem hægt er að nota í sumar.


Við hvetjum félagsmenn til að skella inn árgjaldi fyrir 2024 og fá stafrænt skírteini Fallís í hendur. Smellið hér til að fylla út skráningu og ganga frá greiðslu.




134 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


Post: Blog2_Post
bottom of page