top of page
Search

Iceland Boogie 2024

oryggifallis

Updated: Jan 6

Stökkhátíðin Iceland Boogie var haldin í þriðja sinn nú í sumar, dagana 12.-20.júlí. Eins og fyrri ár voru það Matt, Leslie, Skúli og Snorri sem stóðu að hátíðinni. Aðeins stærri vél var fengin til landsins en fyrri ár en frá sama aðila í Þýskalandi, super Caravan vél frá Íslandsvininum Robert með skráningarnúmerið D-FREI.


Næstum 40 erlendir gestir komu hingað að þessu sinni til að stökkva og með starfsfólki hátíðarinnar taldi hópurinn um 50 manns og að auki kom nokkur hópur íslenskra stökkvara til að dusta af sér ryðið, en Fallís niðurgreiddi stökk fyrir félagsmenn.


Veður gerði okkur smá skráveifu að vanda og komumst við ekki í loftið fyrr en á sunnudeginum en til hafði staðið að koma sem flestum tandemum í loftið yfir fyrstu helgina. Í staðinn var haldið áfram með tandem og stökk fyrir íslenska gesti hátíðarinnar fram á mánudag og þriðjudag. Einnig var þá stokkið inn í Þórsmörk og eitt stökk tekið við Mælifell.


Eftir þriðjudaginn var haldið norður í land þar sem m.a. var stokkið á Melgerðismelum, við Húsavík og inn í Ásbyrgi. Boðið var upp á HALO stökk úr 24þús. fetum bæði á Hellu og yfir Húsavík.


Ekki var annað að heyra á þátttakendum að rífandi ánægja hefði verið með hátíðina eins og fyrri skiptin og vonandi að framhald verði á þessu uppátæki.


Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá hátíðinni og tenglar á nokkur myndskeið sem þátttakendur hafa sett inn á Youtube og instagram:



12 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page