Frá aðalfundi Fallís 2025
- oryggifallis
- Mar 11
- 1 min read
Metaðsókn var á aðalfund Fallís sem haldinn var 10.mars 2025 en yfir 20 manns mættu til fundar. Mikil eftirvænting er í loftinu vegna stökkhátíðar sem til stendur að halda í byrjun júlí með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár en ákveðinn lágmarksfjölda þátttakenda þarf til að af verði og það er ekki tryggt að svo verði.
Stjórnarmenn voru allir endurkjörnir, Skúli Þórarinsson, Jón Ingi Þorvaldsson og Ingólfur Kristinsson skipa því áfram stjórn sambandsins.
Ákveðið var að hækka aðildargjöld upp í kr. 15.000 fyrir fulla aðild og kr. 10.000 fyrir tímabundna aðild í 2 vikur. Annars voru aðalfundarstörf skv. settum reglum og tíðindalaust af fundinum að öðru leyti.
