top of page
Search

Stokkið í Skaftafelli 4.-6. júlí

Updated: Jul 2

FBSR er að skipuleggja stökkviðburð í Skaftafelli nú um helgina, 4.-6. júlí 2025. Byrjað verður að stökkva seinnipart föstudags og stokkið fram á seinni hluta sunnudags ef næg þátttaka næst. Meðlimir í Fallís eru beðnir um að tilkynna þátttöku með athugasemdum við pósta í facebook grúppunni "Fallhlífarstökk á Íslandi".


Verð á hverju stökki úr 10.000 fetum verður aðeins kr. 21.650, og niðurgreiðir Fallís allt að 8 stökk fyrir meðlimi með fulla aðild um kr. 4.000 þannig að verð með niðurgreiðslu er aðeins litlar kr. 17.650 sem er eins ódýrt og hugsast getur þegar stökk úr þyrlu er annars vegar.


Boðið verður upp á tandem stökk og verður þetta líklega eina tækifærið á þessu ári til að komast í farþegastökk á Íslandi. Verð á farþegastökki er kr. 70.000 með hand-cam upptöku fallhlífastökkskennara og kr. 100.000 ef sérstakur upptökumaður stekkur með (outside video).


Þetta er einstakt tækifæri til að stökkva með alveg stórkostlegt útsýni. Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara!


Til að bóka farþegastökk hafið samband við Ingó í síma 786 7699.


(Mynd: Jón Ingi Þorvaldsson, sept. 2021)
(Mynd: Jón Ingi Þorvaldsson, sept. 2021)

 
 
 

Comments


  • Facebook

©2022 by Fallhlífasamband Íslands - Icelandic Parachuting Association.

bottom of page