top of page
Search
oryggifallis

Ársskýrsla Fallís 2022

Updated: Apr 24, 2023

Aðalfundur Fallís var haldinn 5.maí 2022 og sóttu 10 félagsmenn fundinn. Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn:

  • Skúli Þórarinsson, forseti

  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri

  • Ingólfur Kristinsson, ritari

  • Hlöðver Þór Árnason, varamaður

Snorri Hrankelsson var skipaður öryggisfulltrúi. Félagsgjöld voru ákveðin 10.000 kr. fyrir fulla aðild og stjórn ákvað í framhaldi að nýta heimild sem aðalfundur veitti til þess að bjóða upp á tímabundið leyfi fyrir 7.000 kr.


Alls greiddu 24 fullt árgjald á árinu, þar af 20 íslenskir félagsmenn og einnig 4 gestir á Iceland Boogie 2022. Aðrir gestir á Iceland Boogie, 15 talsins greiddu fyrir tímabundið leyfi. Tekjur af félagsgjöldum og tímabundnum leyfum voru því samtals 345.000. Fallís greiddi síðan niður stökk fyrir félagsmenn á Iceland Boogie fyrir alls 138.300 kr.


Rekstrartekjur voru sem fyrr segir 345.000 og rekstrarkostnaður 178.900. Heildarafkoma að teknu tilliti til fjármagnstekna upp á 5.457 kr var alls jákvæð um 171.387 kr.


Nýr vefur fyrir Fallís var settur í loftið vorið 2022 og nýtt lén skráð fyrir sambandið, fallis.is.


Stökkhátíðin Iceland Boogie var haldin í fyrsta sinn á Hellu dagana 20.-26. júní 2022. Einnig voru tekin þrjú stökk utan stökksvæðisins (innhopp), hjá Seljalandsfossi, í Reynisfjöru, og síðan stóð til að lenda rétt hjá Stöng en það voru víst send eitthvað röng hnit á flugmanninn þannig að við enduðum á að lenda rétt hjá Búrfellsvirkjun. Alls sóttu 19 erlendir gestir hátíðina og 20 íslenskir stökkvarar komu að auki á Hellu og dustuðu af sér ryðið og voru sumir að koma sér í loftið í fyrsta sinn í meira en áratug. Flugvél af gerðinni Cessna Caravan 208 var fengin til landsins frá Þýskalandi vegna hátíðarinnar og var það breytt útgáfa sem kom okkur í 13500 fet á áðeins um 10 mínútum. Alls fóru 34 load í loftið þrátt fyrir að veðrið gerði okkur skráveifu nokkra daga. Að öðru leyti gekk stökkhátíðin í alla staði vel og verður endurtekin á árinu 2023 og fer þá fram í byrjun júlí.


Í maí var loks gengið frá leyfisveitingu til Fallís frá Samgöngustofu til reksturs fallhlífaklúbbs. Aðild að Flugmálafélagi Íslands var einnig endurvakin á árinu og þar með aðild að FAI (Fédération Aéronautique Internationale).


Fyrstur til að nýta FAI númerið sitt um langt árabil var Jón Ingi Þorvaldsson en hann tók á árinu þátt í tveimur tilraunum til heimsmets í stórum mynsturstökkum. Annars vegar í Nancy í Frakklandi þar sem reynt var við nýtt heimsmet í 3ja punkta TBS (Total Break Sequential) stökki með 100 þátttakendum og hins vegar var reynt við 2ja punkta 150 manna TBS stökk hjá Skydive Perris í Kalíforníu. Því miður náðist í hvorugu tilvikinu að setja heimsmet en okkar maður er ekki af baki dottinn og er staðráðinn í að verða þátttakandi í nýju heimsmeti fyrr eða síðar.


Meðfylgjandi er ársreikningur Fallís fyrir 2022.








34 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


Post: Blog2_Post
bottom of page