top of page
Search

FBSR nýliðar í leiðangur til Suður Karólínu

Updated: Jul 13

ree

Nýliðar í Fallhífaflokki FBSR, þau Erla Björk, Birkir og Indiana héldu nýlega (2.10.-8.10.24) í æfingarferð til Suður Karólínu fylkis í Bandaríkjunum með það markmið að klára AFF þjálfun. Þjálfunin hófst í sumar, en vegna rigningar og skýjafars á Íslandi í sumar tókst ekki að ljúka. Aðalleiðbeinandi var Ingo með dyggri aðstoð Skúla Þórarins (HSSR) og Tryggva. Með hópnum "stukku" einnig Lárus og Georg úr Fallhífaflokki FBSR.


Nýliðarnir klárðuðu öll AFF þjálfun og Birkir náði einnig að klára fullt A-license. Við náðum 5 mjög góðum stökkdögum þar sem veðrið hélst merkilega gott þrátt fyrir að fellibyljir hafi herjað á svæðið stuttu fyrir og eftir ferðina. Þá fengum við mjög góðar móttökur á stökksvæðinu og mikinn stuðning frá vinum sveitarinnar á svæðinu.


Hópurinn náði einnig að fara í vindgöng þar sem hægt er að æfa helstu hreyfingar sem notaðar eru í frjálsu falli. Með því að ná að fara í vindgöngin í bland við þessa góðu stökkdaga þá var þessi ferð frábært tækifæri fyrir okkur að ná miklum farmförum á stuttum tíma og góður undirbúningur fyrir að stökkva í meira krefjandi aðstæðum á Íslandi.



 
 
 

Comments


  • Facebook

©2022 by Fallhlífasamband Íslands - Icelandic Parachuting Association.

bottom of page