Flórída ferð FBSR í mars 2024
- oryggifallis
- Mar 30, 2024
- 3 min read
Updated: Jul 13

Nokkrir meðlimir fallhlífarstökkshóps Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur héldu til Flórída dagana 8.-17. mars 2024 og stunduðu æfingar í fallhlífarstökki á DeLand stökksvæðinu. Þau sendu okkur þessa dagbók úr ferðinni til birtingar hér á vef Fallís.
Dagur 1, 8. mars, ferðadagur
Flogið var með Icelandair til Florida þar sem við höfðum leigt hús fyrir okkur, en við dvöldum þar allan tímann. Á flugvellinum sóttum við einnig bifreið sem við höfðum til afnota allan tímann á meðan á ferðinni stóð.
Dagur 2, 9. mars
Eftir langan ferðadag daginn áður var mætt snemma til Deland, þar sem Georg, Lárus, Hákon og Hafþór fóru allir í recurrency stökk. Það gekk vel hjá öllum og þeir því frjálsir að stökkva solo eftir þetta. Óðinn og Bragi byrjuðu í AFF bóklegri kennslu og tóku báðir sín fyrstu stökk með þjálfurum. Ingólfur byrjaði á AFF kennsluréttindum og Snorri og Tryggvi fóru líka í stökk til að hita sig upp fyrir vikuna. Þá hittum við líka „Flubba“ sem var að stökkva en það var hún Unnur og tók hún nokkur stökk með strákunum.
Dagur 3, 10. mars
Vöknuðum snemma og keyrðum til Deland. Vegna þess hve mikill vindur var, var ekkert hægt að stökkva þennan dag. Meiri hluti dagsins fór í bóklega kennslu, en að því loknu var ekið til Daytona til að kíkja á „Bike weekend“. Eftir góðan kvöldmat fóru allir snemma að sofa.
Dagur 4, 11. mars
Betra veður í dag og gátum því stokkið meira bæði AFF og strákarnir á „canopy course“ en það voru tekin 6 stökk hjá þeim og fyrsta námskeiðið klárað og byrjað á næsta. AFF strákarnir tóku 2 stökk hvor og gekk vel hjá báðum. Ingó var síðan í kennslu allan daginn. Nokkrir fóru aðeins fyrr frá Deland til að horfa á geimskot á meðan AFF voru að stökkva.
Dagur 5, 12. mars
Aftur voru tekin 6 stökk hja strákunum í „canopy course“ og lokið við 2. námskeið. AFF strákarnir náðu líka að taka nokkur stökk og eru alveg að fara klára. Eftir daginn buðu þjálfararnir öllum Íslendingunum í mat heim til sín í geggjaðan mat en það var farið snemma heim enda var ræs kl 6 næsta dag til að ná sem mest úr deginum.
Dagur 6, 13. mars
Aftur byrjað snemma, við vorum mættir 7:30 og byrjað á „ground“ skóla hjá þeim lengra komnu. Þeir tóku 4 stökk og vantar þá 3 stökk til að klára kúrsinn. Á meðan útskrifuðust bæði Óðinn og Bragi úr AFF og tóku sín fyrstu sóló stökk í framhaldi af því. En þeir keyptu báðir áframhaldandi kennslu, fengu því eitt kennslustökk á dag.
Dagur 7, 14. mars
Kláruðum seinasta námskeiðið í „canopy course“ en Tryggvi og Ingó fóru beint í kennslu til að geta þjálfað eftir það. Við hinir fórum í heimsókn til Alti en þeir hanna hæðarmæla, og nokkrir keyptu sér slíka eftir kynninguna. Á meðan við vorum í heimsókn voru Óðinn og Bragi í kennslustökki, og Ingó enn í kennslu, svo var tekið 1 stökk í viðbót áður en við fórum á steikhús til að fagna afmælinu hans Snorra. Svo brunað heim í háttinn.
Dagur 8, 15. mars
Byrjuðum snemma þar sem Tryggvi og Ingo þurftu að mæta snemma í kennslu. Óðinn og Bragi kláruðu sín síðustu kennslustökk og náðu að ticka í nánast öll box fyrir A licence. Á meðan náðu hinir strákarnir 3-5 stökkvum en biðin milli stökka var mikil þar sem það var keppni í gangi. Í lok dags náðum við allir að fara saman í flugvél, tókum Flubba stökk og hópmynd eftir það.
Dagur 9, 16. mars
Öllum markmiðum var náð í gær og einnig var Ingó tilnefndur „S&TA safety and training advisor“ fyrir USPA á Íslandi, en hann þarf að ljúka smá fjarnámi áður. Tryggvi komin með kennsluréttindi, gátum því slakað pínu á. Við keyrðum til Melbourne þar sem við fórum í strand stökk úr Casa 212, stokkið út að aftan og lent á ströndinni. Snorri tók að sér að spotta á loadi 2 og Ingó sá um að spotta það þiriðja. Flestir fóru í eitt stökk en Ingó og Georg fóru í tvö. Enduðum svo á pizza stað og svo tekinn smá rýnifundur um ferðina áður en var farið að sofa fyrir langan ferðadag.
Dagur 10. 17. mars
Langur ferðadagur og notaleg heimkoma. Frábær og lærdómsrík ferð fyrir alla sem tóku þátt.
Þátttakendur í ferðinni voru Snorri, Lárus, Hafþór, Óðinn, Georg, Hákon, Bragi, Tryggvi og Ingó.
Comments